<$BlogRSDUrl$>

september 11, 2003

Puttarnir komnir á klakann
Þá er fyrsta ferðalagið puttanna lokið en þó ekki formlega fyrr en eftir "slúttið". Það er ekki komin dagssetning ennþá en við látum ykkur vita. Ferðalagið hjá okkur öllum gekk mjög vel þrátt fyrir að Tóta og Halldóra hafi næstum því misst af vélinni frá Köben og til Íslands. Þær þurftu nefnilega aðeins að versla stelpurnar:) Ekkert sem þær keyptu! Maja og Gunni sluppu við að borga fyrir rúmlega 30 kíló í yfirvigt þannig að það reddaðist sem betur fer.

Þið veltið sjálfsagt fyrir ykkur hvað verður um heimasíðu Puttana núna eftir að ferðalagið er á enda. Við stefnum að því að halda henni á lífi og skrá inn á hana fundargerðir frá ferðafundum og öðru slíku sem og hugleiðingum og hvert skal haldið næst. Endilega haldið áfram að fylgjast með síðunni okkar og skellið henni í favorites...

Takk fyrir að fylgjast með okkur og vera svona öflug í að skrifa í gestabókina...

september 07, 2003

Hjonin a Narita Airport i Tokyo
Jaeja nuna sitja Maja og Gunni a Narita Airport og bida eftir tvi ad komast i flug til Parisar. Tota og Halldora eru komnar heilu og holdnu til Koben tannig ad allt er eins og tad a ad vera. Vid forum i loftid eftir 2 klukkutima eda svo og erum ad velta fyrir okkur hvernig best se ad reyna ad krija ut business class saeti... Vid turfum svo ad bida i 10 tima i Paris tannig ad vid erum ad hugsa um ad nota timann til ad skoda okkur um. Annad hvort ad leigja bil eda taka lestina... Sjaumst mjog fljotlega;)

september 05, 2003

Halldóra og Tóta eru lagðar af stað heim
Í þessum skrifuðu orðum eru Tóta og Halldóra líklega bara á leiðinni frá Chitose airport í Sapporo til Tokyo. Þær lenda á Haneda flugvelli og þurfa að taka lest þaðan og á Narita airport en þar bíður þeirra frír shuttlebus á hótelið sem þær gista á í nótt. Þær eru orðnar svo sjóaðar í lestarkerfinu í Tokyo að þær verða ekki í neinum vandræðum með að komast á leiðarenda... ég er kannski frekar hrædd um að þær verði svangar því að þær vildu ekki taka með sér kexpakka og safa... nei djók:)
Annars höfum við svo sem ekki mikið verið að bralla svona síðustu dagana nema pakka og vigta töskurnar reglulega því að fyrir hvert kíló í yfirvigt þarf víst að borga einhverjar 6.000 krónur... Aðeins of mikið fyrir fátæku puttana sem eru búnir að eyða öllum sínum aurum á ferðalaginu:) En í gærkvöldið vorum við með sjá kveðju partý fyrir nokkra japanska vini. það var voða fínt og við vorum bara með kökur (búðarkeyptar) og bökuðum amerískar pönnukökur ofan í liðið. Allir voru voða sterkir þegar kom að því að kveðja og Hiro vinur okkar sagði bara "I miss you, I miss you". Maja og Gunni kvöddu stelpurnar á lestarstöðinni í dag um klukkan 14:00 en við þurftum ekkert að skæla af því að við sjáumst eftir 2 daga. Við erum reyndar orðin mjög náin eftir mánaðar ferðalagið okkar en við erum sko að norðan:) Halldóra og Tóta gista svo eina nótt í Köben og verða komin um 2 tímum á undan Maju og Gunna á Leif. Maja og Gunni leggja af stað heim á sunnudaginn þannig að nú bara sitja þau og bíða eftir að komast af stað. Ætli við vigtum ekki töskurnar nokkrum sinnum í viðbót bara svona til öryggis svo að húsbóndinn verði ekki órólegur á leiðinni:)Stelpur! Látið okkur vita hvort að þið eruð komnar á leiðarenda með því að skrifa inn á puttann eða henda á okkur maili...

september 02, 2003

Dúkkan var í sínu fínasta pússi:)Rétt í þessu vorum við að koma heim úr matarboði hjá Yano san. Við mættum á staðinn klukkan 15:00 og settumst bara niður og spjölluðum eftir að frú Yano bauð upp á kaffi og te. Síðan bar hún á borð japanskt nammi sem er hrísgrjónabollur með allskonar á litinn baunastöppu ofaná (mynd kemur síðar:) Herra Yano var ennþá að vinna þrátt fyrir að vera orðinn 78 ára gamall. Hann segir að þetta sé bara hans "hobby". Maturinn á heimilinu var tilbúinn um 18:00 eftir að við öll höfðum aðeins fengið að hjálpa til í eldhúsinu. Til dæmis við að afhýða maísinn, salta baunirnar og setja í skál og solleidis. Aðalrétturinn á borðinu var soðin hrísgrjón í potti ásamt einhvers konar kéti eða fiski. Það átti sem sagt hver sinn pott og svo áttum við að velja hvað við vildum hafa í honum. Ekki málið, allir ætluðu að velja kjúklinginn því að krabbi, ígulker og smokkfiskur hljómaði ekkert svakalega vel! En nei, það var bara einn pottur af hverju þannig að Tóta fékk kjúllann, Halldóra fékk rækjurnar, Gunni fékk krabbann og Maja fékk skelfiskinn... Þetta bragðaðist víst nokkuð vel þrátt fyrir að Íslendingunum hafi fundist þetta frekar bragðlaust. Já þetta var sko bara aðalrétturinn. Með þessu var svo salat með dressinu í einni skál, nokkrir fiskbitar í annari, kjúklingabitar, steikt egg og tómatar í einni skál, kál með soyasósu í einni og svona væri hægt að halda áfram. Japanir borða sem sagt ekki af einum stórum kúfullum diski eins og við erum vön heldur mörgum litlum (úff uppvaskið á eftir). Tóta og Halldóra stóðu sig mjög vel í að koma japönsku réttunum niður þrátt fyrir að Tóta hafi átt í svolitlum vandræðum með belgbaunirnar sem áttu það til að spýtast í allar áttir þegar hún var að reyna að eiga við þær:) Ógeðslega fyndið, og svo fengu allir hláturskast við borðið... Þegar við vorum búin að borða sagði frú Yano okkur að taka restina ef hrísgrjónaréttinum og búa til hrísgrjónabollu og fara með heim. Hún tók Tótu í kennslustund hvernig átti að móta bolluna í þríhyrning og hló svo ægilega á meðan. En svo kom það. Halldóra hafði ekki klárað alveg úr pottinum sínum þegar hún var að gera bolluna þannig að frú Yano skóf restina úr pottinum og skellti því í lófann á henni og sagði henni að klára:) Geðveikt fyndið svo. Halldóra fékk vægan hláturskrampa en Maja hjálpaði henni að klára úr lófanum. Mögnuð frú Yano... Eftir matinn settumst við í stofuna og spjölluðum aðeins þar sem að herra Yano sat með báðar dúkkurnar í fanginu (þau eiga sko tvær, eina sem er sögð vera 2ja ára og eina sem er líklega í kringum 1árs). Með okkur í matarboðinu voru tvær stelpur frá Tævan sem báðar tala japönsku og svo Takayo sem að stundaði nám á Bifröst síðastliðinn vetur. Þetta var mjög skemmtilegt og auðvitað svolítið öðruvísi matarboð þar sem að Halldóra og Tóta blánuðu bara við að sjá það sem var á borðinu en þetta reddaðist nú allt... Maja og Gunni eru hins vegar búin að fara til þeirra nokkrum sinnum áður og vissu hvað beið þeirra því að þau hafa oft þurft að borða eitthvað sem lítur illa út og lyktar einkennilega:)Núna er klukkan hjá okkur 21:05 og við erum að fara heim að taka kana og opna nokkra kalda, eina rauða og svo framvegis... dærírí... Á morgun verður svo farið í SÍÐASTA verslunarleiðangurinn og klárað að henda ofan í kassa sem þarf að koma í póst. Skrifum meira seinna,

Sayonara, puttarnir (sem finnst bara eðlilegt að gamalt fólk umgangist plastdúkkur eins og börnin sín:)

september 01, 2003

Hvað hafa puttarnir verið að bralla síðustu daga???
Halló allir. Við verðum nú bara eiginlega að biðjast afsökunar á því hvað við erum búin að vera löt að skrifa inn á puttann síðustu daga. Við erum ennþá í Otaru og verðum þar alveg þangað til að við förum heim, sem að styttist óðum. Við erum búin að fá að vita að við getum ekki flogið öll saman heim eins og við vorum að gera okkur vonir um. Tóta og Halldóra fljúga í gegnum Köben og stoppa þar í tvo daga en Maja og Gunni fljúga í gegnum París og þurfa bara að bíða þar í 10 tíma:( Ferðaplan dauðans... En alla vega þá höfum við verið á ferð og flugi síðustu daga hérna í Otaru og svona bara slappað af og haft það gott heima í íbúð þess á milli.Á laugardaginn síðasta vöknuðum við þegar Jess vinur okkar frá USA mætti með þennan líka fína ameríska morgunmat. Pönnukökur með hnetusmjöri, french toast og eggjahræru... uummm hvað þetta var gott hjá honum og vá hvað puttarnir gátu í sig troðið:) Kvöldið áður höfðum við leigt við okkur bílaleigubíl og skelltum okkur því á ströndina með tjald og allar græjur eftir að hafa kyngt ofurholla ameríska morgunmatnum. Við vorum komin á ströndina um hádegi, tjölduðum höllinni og svo kusu sumir að fara í sólbað á meðan aðrir kusu að búa til tjörn fyrir utan tjaldið okkar og veiða í hana fiska:) Það var reyndar svo hvasst á ströndinni að við þurfum ekki að nota kornakrem á líkaman næsta árið eða svo... þvílíkt og annað eins rok. En puttarnir létu það nú ekki á sig fá frekar en kamarinn sem við þurftum að notast við á meðan á strandardvöl okkar stóð... óbarasta. Dinnerinn í útilegunni voru grillaðir hamborgarar að hætti fararstjórans og nokkur sandkorn með. Það þarf náttúrulega ekki að segja ykkur hvað var drukkið með matnum í útilegunni en við erum ekki alveg með það á hreinu hvenær lagst var til svefns. Við munum þó að við vöknuðum klukkan 08:00 morguninn eftir svona frekar slöpp og "lasin" þannig að við lögðum okkur bara aðeins lengur og fórum svo í að pakka saman tjaldinu og dusta mesta sandinn af dótinu okkar... Þetta var rosalega skemmtileg útilega og Halldóra fannst frekar skrítið að eina tjaldútilegan á árinu yrði á strönd og það í Japan:) Eftir að hafa farið heim og reynt að ná mesta sandinum út úr eyrum, nefi og úr hársverði heldum við á fína flotta bílaleigubílnum okkar til Sapporo þar sem stefnan var að finna sólblómagarð sem Maja hafði mikinn áhuga á að sjá. Til að gera langa sögu stutta þá keyrðum við í einhverja 6 klukkutíma og það eina sem við fundum voru nokkur lítil ræfilsleg rauð sólblóm... Puttarnir voru vægast sagt svekktir með sólblómagarðinn en svo sem lítið við því að gera nema bara keyra heim og fá sér salatbar á Victoria Steakhouse í Otaru:)
Í gær áttum við svo að skila bílnum klukkan 08:00 um morguninn en þar sem að okkur fannst svo gott að þurfa ekki að labba ákváðum við bara að leigja hann í einn dag í viðbót... latir puttarnir maður! Dagurinn byrjaði á "breggy" og svo var brunað aftur til Sapporo. Við byrjuðum auðvitað á því að kíkka í búðir og athuga hvort að ekki væri hægt að finna eitthvað til að kaupa:) Þetta endaði náttúrulega með því að við fylltum aftursætið í bílnum af pokum og fararstjórinn hefur í hyggju að setja "shopping" bann á okkur prinsessurnar! Við kíktum líka í nokkrar dýrabúðir og fengum að hnoðast með litla sæta hvolpa í smá stund áður en haldið var heim til Otaru. Fórum og versluðum og svo var skellt í hakk og spakk að íslenskum hætti heima í íbúð... ægilega gott. Ákváðum að taka bara videóspólu og slappa af þetta kvöldið þar sem að við verðum að vera vel út hvíld á morgun því að nú er komið að því að fara með Tótu og Halldóru í heimsókn til Yano san (fólkið sem að á dúkkuna). Við eigum víst að mæta klukkan 15:00 en vitum ekki alveg hvað bíður okkar þá! Þið verðið því að fylgjast með á morgun og við lofum að vera duglegri að skrifa á puttann þá daga sem eftir eru af ævintýraferðinni okkar.

Endilega haldið áfram að skrifa í gestabókina okkar, gaman að sjá hverjir fylgjast með:) Og já við ætlum að reyna að setja inn fleiri myndir við fyrsta tækifæri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?